Í kvöldkaffi gerði ég geðveika jarðaberjapie með döðlum, ég ætlaði ekki að trúa því sjálf hvað hún var góð. Ég sagði við Jón Guðna að þetta væri ekki "hollustudrasl" eins og hann vill kalla það og hann hakkaði hana alveg í sig... þangað til ég sprakk úr hlátri.
Ég hef verið að þróa þessa nokkuð lengi og aldrei verið nógu ánægð með hana fyrr en núna. Besta er að það er afgangur fyrir hakk morgundagsins.
Jarðaberja og Döðlupæja:
Botn:
1 dós barnabauk (ég notaði peru og epla)
2 matskeiðar kókospálmasykur
1 bolli hveiti (Grófa speltið er einstaklega gott í þetta)
2 matskeiðar saxaðar heslihnetur
3 matskeiðar grófsaxaðar möndlur
1 tsk kanill
1 tsk sjávarsalt
Vanilludropar (slatti)
Fylling:
2 bollar jarðaber
3 msk agave sýróp (dökkt)
1 1/2 bolli döðlur vel saxaðar
Ég nota þetta barnamauk en það er frá Hipp og fæst í öllum matvörubúðum, mér finnst best og ódýrast að kaupa öskju með fjórum í.
Kókospálmasykurinn er sykur sem unninn er úr pálmatrjám og er hann því náttúruleg sæta. Hann er fínt að nota í stað venjulegs sykurs nema það að maður græðir mikklu fleiri næringar og vítamín úr honum.
Ég byrjaði á því að taka megnið af deiginu og þrýsta því í lítið hringlótt mót, ég setti bökunarrpappír undir sem ég spreyjaði með bökunarspreyji. Athugið að skilja eftir smávegis af deginu til að setja á eftir. Þetta er sett inn í 10 mín
Næst eru jarðaberin, döðlurnar og Agave sýrópið soðið á pönnu í góðar 10 mínútur, athugið að saxa stærstu bitana niður með spaðanum, þar er ekkert rosalega gott að fá upp í sig of stóran bita
Blandan er sett ofan á botninn þegar hann er búinn að bakast
Restin af deiginu er síðan sett yfir (eftir eigin hentisemi) og inn í ofn í góðar 15-20 mínútur (gott að setja á grill fítusinn síðustu 5 mínúturnar til að fá extra krispí)
Þá er kakan tilbúin og þá er bara það skemmtilegasta eftir... að borða hana.
Kakan er samt jafn vonlaus án rjóma og Herbert Guðmundsson á góðum degi. Ég nota Soya rjóma sem ég fann í Samkaup hérna á Ísafirði.
miðvikudagur, 29. maí 2013
þriðjudagur, 28. maí 2013
BBQ kjúklingaleggir og Graskersbitar með Rjómaostakremi
Í kvöld gerði ég kjúklingaleggi í ofni með heimagerðri BBQ sósu, mikið voru þeir góðir. Í eftirrétt voru síðan yndislegir Graskersbitar (ég veit hljómar ekki vel) með rjómaostakremi og þeir lukkuðust ótrúlega vel en maður annað hvort fýlar graskerið eða ekki, fyrir þá sem finnast Grasker ekki góð þá mæli ég ekki með að þeir baki þetta, en það er líka auðveldlega hægt að setja ósætað kakó út í uppskriftina til að deyfa Graskers bragðið. Mér finnst Grasker persónulega rosalega gott og þess vegna eru þetta alveg kökur við mitt hæfi og meira að segja gikkurinn á heimilinu hún dóttir mín át þetta með bestu lyst.
Uppskriftirnar eru of góðar til þess að liggja á þeim eins og gulli, mér hefur nefnilega farið fram, ég er farin að skrifa á lítinn miða hvað ég set í uppskriftirnar mínar þannig að ég geti haldið utan um þetta.
BBQ Kjúklingaleggir:
1 pakki kjúklingaleggir
2 dl chilli sósa (ég nota sykurlausa)
3 tsk kjúklingakrydd (í raun hvaða kjúklingakrydd sem er)
1 tsk chilli pipar
3 msk Akasíu hunang
2 tsk dijon sinnep
3 pakkar stevia
sjávarsalt
allt hráefnið sett í pott og brætt vel saman.
Þessu er penslað á kjúklinginn og sett inn í ofn á 200 í ca 30 mín
Graskersbitar með rjómaostakremi:
1/2 bolli Graskersmauk
1 egg
1 eggjahvíta
1 msk olía
1/2 tsk múskat
1/2 tsk kanill
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsóti
vanilludropar
1 kúgaður bolli hveiti (ég nota all purpose baking flour en allt annað gengur upp)
3 pakkar stevia (6 msk)
1 msk mjólk að eigin vali
Krem:
2 kúgaðar matskeiðar rjómaostur
1 msk mjólk að eigin vali (ég notaði möndlu)
1 msk agave sýróp
2 tsk vanilludropar
Þetta er graskersmaukið sem ég nota, það fæst í Kosti. Það er líka auðvelt að búa til sitt eigið mauk bara með töfrasprota, graskeri og vatni.
öllu hráefninu er blandað vel saman
þetta er sett í lítið eldfast mót
Í kremið notaði ég þennan rjómaost, Philadelphia light en ég fékk hann í samkaup
Öllum hráefnunum í kremið hrært saman
Búnar eru til línur með kreminu og svo notaði ég grillpinna til að draga í gegn og fá út þetta klaufska munstur.
ommnomm
Uppskriftirnar eru of góðar til þess að liggja á þeim eins og gulli, mér hefur nefnilega farið fram, ég er farin að skrifa á lítinn miða hvað ég set í uppskriftirnar mínar þannig að ég geti haldið utan um þetta.
BBQ Kjúklingaleggir:
1 pakki kjúklingaleggir
2 dl chilli sósa (ég nota sykurlausa)
3 tsk kjúklingakrydd (í raun hvaða kjúklingakrydd sem er)
1 tsk chilli pipar
3 msk Akasíu hunang
2 tsk dijon sinnep
3 pakkar stevia
sjávarsalt
allt hráefnið sett í pott og brætt vel saman.
Þessu er penslað á kjúklinginn og sett inn í ofn á 200 í ca 30 mín
Graskersbitar með rjómaostakremi:
1/2 bolli Graskersmauk
1 egg
1 eggjahvíta
1 msk olía
1/2 tsk múskat
1/2 tsk kanill
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsóti
vanilludropar
1 kúgaður bolli hveiti (ég nota all purpose baking flour en allt annað gengur upp)
3 pakkar stevia (6 msk)
1 msk mjólk að eigin vali
Krem:
2 kúgaðar matskeiðar rjómaostur
1 msk mjólk að eigin vali (ég notaði möndlu)
1 msk agave sýróp
2 tsk vanilludropar
Þetta er graskersmaukið sem ég nota, það fæst í Kosti. Það er líka auðvelt að búa til sitt eigið mauk bara með töfrasprota, graskeri og vatni.
öllu hráefninu er blandað vel saman
þetta er sett í lítið eldfast mót
Í kremið notaði ég þennan rjómaost, Philadelphia light en ég fékk hann í samkaup
Öllum hráefnunum í kremið hrært saman
Búnar eru til línur með kreminu og svo notaði ég grillpinna til að draga í gegn og fá út þetta klaufska munstur.
ommnomm
fimmtudagur, 23. maí 2013
Möffin Man
Þessar súkkulaði möffins eru í mikklu uppáhaldi. Þær innihalda nefnilega tvennt af uppáhalds; hnetusmjör og súkkulaði... þvílík dásemd.
Ég passa mig að gera bara lítið í einu eða svona 3-4 því annars borða ég þær allar, ég rétt týmdi að gefa Hólmfríði eina lufsu en þeir sem þekkja mig vita að ég er virkilega matsár og því miður hefur það erfst til minnar ástkæru dóttur (aumingja Jón Guðni)
Uppskriftin Hljóðar svona:
2 pakkar Stevia (ef það er ekki í pakkaformi eru það 2 msk)
1 msk ósætað kakó
1 msk PB2
1 tsk lyftiduft
1 msk vatn
1 msk olía (kókos/ólífu eða hvað sem er)
2 tsk vanilludropar
1 egg
3 eggjahvítur
PB2 er hnetuhveiti en það er unnið þannig að fitan er að mestu tekin úr hnetunum og þær malaðar niður í duft sem er líkt og hveit, ef þið eigið það ekki til má nota bara eina matskeið af öðru hveiti líkt og spelti.
Manni finnst deigið vera heldur þunnt en þannig vil ég hafa það, kökurnar verða ekki eins þurrar þegar deigið er blautt
Deigið er sett í möffins form og inn í ofn á 180 í 20-25 mínútur, sést um leið og þær eru tilbúnar
Kremið:
2 msk Hnetusmjör (mér finnst gróft best)
1 msk Akasíu hunang
1 msk Walden farms pönnuköku sýróp
.JPG)
Þetta er uppáhalds hnetusmjörið mitt þessa dagana en það er líka mjög gott að nota bara venjulega sollu hnetusmjörið en þá finnst mér best að nota það grófa til þess að fá crunchy fýlinginn
.JPG)
Walden Farms pönnukökusýróp, það er líka gott að nota bara Agave sýróp (mér finnst dökka betra)
þessu er hrært rösklega saman líkt og litli Ratatoullie hjálparkokkurinn minn gerði. Síðan eru kökurnar smurðar með kreminu og voila!
Njótið! Ég er allavega búin að hakka í mig tvær bara á meðan ég skrifaði bloggið, ommnomm
Ég passa mig að gera bara lítið í einu eða svona 3-4 því annars borða ég þær allar, ég rétt týmdi að gefa Hólmfríði eina lufsu en þeir sem þekkja mig vita að ég er virkilega matsár og því miður hefur það erfst til minnar ástkæru dóttur (aumingja Jón Guðni)
Uppskriftin Hljóðar svona:
2 pakkar Stevia (ef það er ekki í pakkaformi eru það 2 msk)
1 msk ósætað kakó
1 msk PB2
1 tsk lyftiduft
1 msk vatn
1 msk olía (kókos/ólífu eða hvað sem er)
2 tsk vanilludropar
1 egg
3 eggjahvítur
PB2 er hnetuhveiti en það er unnið þannig að fitan er að mestu tekin úr hnetunum og þær malaðar niður í duft sem er líkt og hveit, ef þið eigið það ekki til má nota bara eina matskeið af öðru hveiti líkt og spelti.
Manni finnst deigið vera heldur þunnt en þannig vil ég hafa það, kökurnar verða ekki eins þurrar þegar deigið er blautt
Deigið er sett í möffins form og inn í ofn á 180 í 20-25 mínútur, sést um leið og þær eru tilbúnar
Kremið:
2 msk Hnetusmjör (mér finnst gróft best)
1 msk Akasíu hunang
1 msk Walden farms pönnuköku sýróp
Þetta er uppáhalds hnetusmjörið mitt þessa dagana en það er líka mjög gott að nota bara venjulega sollu hnetusmjörið en þá finnst mér best að nota það grófa til þess að fá crunchy fýlinginn
Walden Farms pönnukökusýróp, það er líka gott að nota bara Agave sýróp (mér finnst dökka betra)
þessu er hrært rösklega saman líkt og litli Ratatoullie hjálparkokkurinn minn gerði. Síðan eru kökurnar smurðar með kreminu og voila!
Njótið! Ég er allavega búin að hakka í mig tvær bara á meðan ég skrifaði bloggið, ommnomm
miðvikudagur, 22. maí 2013
Trilltar Tortillur
Jæja ég er loksins búin að prófa nýja uppskrift, en við vorum í ferðalagi um suðurlandið þannig ég hef ekkert verið að stússast í eldhúsinu heldur bara verið að láta stjana við mig :)
Ég bakaði Tortillur áðan. Þær heppnuðust ekkert smá vel, en ég er alveg sjúk í tortillur hvort heldur sem það er að vefja eitthverju inn í þær eða nota þær sem pítsubotn. Best finnst mér þó að maka ólívuolíu á þær, mikið af hvítlauk og ost og inn í ofn, mmm þarf að segja meira ?
Hér er uppskriftin:
2 bollar hveiti/möndlumjöl/spelt eða bara hvað sem er ég nota all purpose baking powder frá Bob red's mill
2-3 bollar vatn
4 msk ólífuolía, ég nota bara alvöru extra virgin ólífuolíu
1 1/2 tsk Xanthan gum
1 tsk salt
1 tsk timian
1 tsk Oregano
Þetta er hveitið sem ég nota, en allar Bob's Red Mill vörurnar fást í Kosti þannig að um að gera að fylla bílinn vel þegar haldið er suður

Xanthan gum er þykkingarefni sem er alls ekkert nauðsynlegt að nota, ef þið sleppið því að þá verðið þið að nota minni vökva á móti
Áferðina á deiginu vil ég hafa svona, þetta er svona alveg eins og pönnukökudeig bara
Þetta er síðan steikt á pönnu á sitthvorri hliðinni þangað til gullinbrúnt (mér finnst best að hafa þetta well done). Það getur verið snúið að dreifa deiginu á pönnunni því það bakast svo fljótt þannig maður þarf að vera rosalega snöggur.
Þetta frysti ég svo og tek út eftir hentisemi... unaðslega gott
Ég bakaði Tortillur áðan. Þær heppnuðust ekkert smá vel, en ég er alveg sjúk í tortillur hvort heldur sem það er að vefja eitthverju inn í þær eða nota þær sem pítsubotn. Best finnst mér þó að maka ólívuolíu á þær, mikið af hvítlauk og ost og inn í ofn, mmm þarf að segja meira ?
Hér er uppskriftin:
2 bollar hveiti/möndlumjöl/spelt eða bara hvað sem er ég nota all purpose baking powder frá Bob red's mill
2-3 bollar vatn
4 msk ólífuolía, ég nota bara alvöru extra virgin ólífuolíu
1 1/2 tsk Xanthan gum
1 tsk salt
1 tsk timian
1 tsk Oregano
Þetta er hveitið sem ég nota, en allar Bob's Red Mill vörurnar fást í Kosti þannig að um að gera að fylla bílinn vel þegar haldið er suður

Xanthan gum er þykkingarefni sem er alls ekkert nauðsynlegt að nota, ef þið sleppið því að þá verðið þið að nota minni vökva á móti
Áferðina á deiginu vil ég hafa svona, þetta er svona alveg eins og pönnukökudeig bara
Þetta er síðan steikt á pönnu á sitthvorri hliðinni þangað til gullinbrúnt (mér finnst best að hafa þetta well done). Það getur verið snúið að dreifa deiginu á pönnunni því það bakast svo fljótt þannig maður þarf að vera rosalega snöggur.
Þetta frysti ég svo og tek út eftir hentisemi... unaðslega gott
mánudagur, 13. maí 2013
Draumur sem varð að veruleika
Mig hefur lengi langað til þess að safna uppskriftunum mínum öllum á einn stað. Ég er svo oft búin að lenda í því að vera að sulla í eldhúsinu og fá út magnaða útkomu og ætla svo að gera þetta aftur viku síðar en þá man ég ekkert hvað ég gerði eða hversu mikið af hverju ég setti út í.
Ég var að tilraunast inni í eldhúsi í kvöld, eins og öll önnur kvöld þegar ég er ekki að læra, og útúr því kom furðugott sælgæti.
Ég er nefnilega nammifíkill eins og svo margir aðrir en það er nú bara þannig að ef ég myndi borða allt það nammi sem mig langar í að þá yrði ég eins og tungl í fyllingu. Ég hef því gert samning við sjálfa mig. Ef mig langar í eitthvað að þá fæ ég mér það... en ég geri það sjálf, frá grunni, með hollu og góðu hráefni!
Hér eru tvær uppskriftir sem mig langar að deila með ykkur:
Jarðaberjamakkarónur:
1 bolli jarðaber
1 dós grísk jógúrt
2 msk akasíu hunang
1 tsk vanilludropar
Þetta er allt sett saman í matvinnusluvél/blandara og maukað vel.
Hnetusmjörsmakkarónur
5 msk hnetusmjör
2 dl mjólk
2 msk akasíuhunang
súkkulaði/vanillu bragðdropar
Þetta er allt maukað líkt og hitt.
Bræðið síðan súkkulaði (70-80%) eins og ég gerði í þessu tilfelli en yfirleitt þá nota ég kókosolíu og lífrænt ósætað kakóduft. Hlutföllin eru þá yfirleitt 3 msk kakóduft á hverjar 5 msk kókosolíu. Ósætað kakóduft keypti ég á netinu en ég er nokkuð viss um að í Bónus leynist kakóduft í solluhillunni.
Setjið síðan súkkulaðið í botninn á pappaform, ég setti lítið í botninn á öðru en mikið á hinu og persónulega þá myndi ég bara fara milliveginn næst. Síðan fer þetta í frystir í korter. Blöndunum er síðan hellt yfir súkkulaðið og aftur í frystir. Svo er hægt að taka út eina og eina þegar nammipúkinn bankar upp á.
Ég var að tilraunast inni í eldhúsi í kvöld, eins og öll önnur kvöld þegar ég er ekki að læra, og útúr því kom furðugott sælgæti.
Ég er nefnilega nammifíkill eins og svo margir aðrir en það er nú bara þannig að ef ég myndi borða allt það nammi sem mig langar í að þá yrði ég eins og tungl í fyllingu. Ég hef því gert samning við sjálfa mig. Ef mig langar í eitthvað að þá fæ ég mér það... en ég geri það sjálf, frá grunni, með hollu og góðu hráefni!
Hér eru tvær uppskriftir sem mig langar að deila með ykkur:

1 bolli jarðaber
1 dós grísk jógúrt
2 msk akasíu hunang
1 tsk vanilludropar
Þetta er allt sett saman í matvinnusluvél/blandara og maukað vel.
5 msk hnetusmjör
2 dl mjólk
2 msk akasíuhunang
súkkulaði/vanillu bragðdropar
Þetta er allt maukað líkt og hitt.
Bræðið síðan súkkulaði (70-80%) eins og ég gerði í þessu tilfelli en yfirleitt þá nota ég kókosolíu og lífrænt ósætað kakóduft. Hlutföllin eru þá yfirleitt 3 msk kakóduft á hverjar 5 msk kókosolíu. Ósætað kakóduft keypti ég á netinu en ég er nokkuð viss um að í Bónus leynist kakóduft í solluhillunni.
Setjið síðan súkkulaðið í botninn á pappaform, ég setti lítið í botninn á öðru en mikið á hinu og persónulega þá myndi ég bara fara milliveginn næst. Síðan fer þetta í frystir í korter. Blöndunum er síðan hellt yfir súkkulaðið og aftur í frystir. Svo er hægt að taka út eina og eina þegar nammipúkinn bankar upp á.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)