þriðjudagur, 28. maí 2013

BBQ kjúklingaleggir og Graskersbitar með Rjómaostakremi

Í kvöld gerði ég kjúklingaleggi í ofni með heimagerðri BBQ sósu, mikið voru þeir góðir. Í eftirrétt voru síðan yndislegir Graskersbitar (ég veit hljómar ekki vel) með rjómaostakremi og þeir lukkuðust ótrúlega vel en maður annað hvort fýlar graskerið eða ekki, fyrir þá sem finnast Grasker ekki góð þá mæli ég ekki með að þeir baki þetta, en það er líka auðveldlega hægt að setja ósætað kakó út í uppskriftina til að deyfa Graskers bragðið. Mér finnst Grasker persónulega rosalega gott og þess vegna eru þetta alveg kökur við mitt hæfi og meira að segja gikkurinn á heimilinu hún dóttir mín át þetta með bestu lyst.
Uppskriftirnar eru of góðar til þess að liggja á þeim eins og gulli, mér hefur nefnilega farið fram, ég er farin að skrifa á lítinn miða hvað ég set í uppskriftirnar mínar þannig að ég geti haldið utan um þetta.

BBQ Kjúklingaleggir:
1 pakki kjúklingaleggir
2 dl chilli sósa (ég nota sykurlausa)
3 tsk kjúklingakrydd (í raun hvaða kjúklingakrydd sem er)
1 tsk chilli pipar
3 msk Akasíu hunang
2 tsk dijon sinnep
3 pakkar stevia
sjávarsalt


















allt hráefnið sett í pott og brætt vel saman.













Þessu er penslað á kjúklinginn og sett inn í ofn á 200 í ca 30 mín


Graskersbitar með rjómaostakremi:
1/2 bolli Graskersmauk
1 egg
1 eggjahvíta
1 msk olía
1/2 tsk múskat
1/2 tsk kanill
1/2 tsk salt
1/2 tsk matarsóti
vanilludropar
1 kúgaður bolli hveiti (ég nota all purpose baking flour en allt annað gengur upp)
3 pakkar stevia (6 msk)
1 msk mjólk að eigin vali

Krem:
2 kúgaðar matskeiðar rjómaostur
1 msk mjólk að eigin vali (ég notaði möndlu)
1 msk agave sýróp
2 tsk vanilludropar


















Þetta er graskersmaukið sem ég nota, það fæst í Kosti. Það er líka auðvelt að búa til sitt eigið mauk bara með töfrasprota, graskeri og vatni.


















öllu hráefninu er blandað vel saman

















þetta er sett í lítið eldfast mót

















Í kremið notaði ég þennan rjómaost, Philadelphia light en ég fékk hann í samkaup

















Öllum hráefnunum í kremið hrært saman


















Búnar eru til línur með kreminu og svo notaði ég grillpinna til að draga í gegn og fá út þetta klaufska munstur.














ommnomm

Engin ummæli:

Skrifa ummæli